-
Um foreldrafélagið
Foreldrafélagið er félag allra foreldra/forráðamanna barna í leikskólanum og einnig starfsmanna leikskólans. Allir ganga sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Starfsemi foreldrafélags Rauðaborgar er góð viðbót við gott og fjölbreytt starf leikskólans. Kosið er í 5 manna stjórn félagsins á foreldrafundi að hausti. Stjórn foreldrafélagsins fundar eftir þörfum, einnig fara samskipti fram með tölvupóstsamskiptum. Foreldrar eru hvattir til að koma með hugmyndir til stjórnarinnar, að einhverju sem foreldrafélagið getur gert fyrir börnin.
Greitt er í foreldrasjóð tvisvar á ári, kr. 3000 í hvort skipti. Til að geta staðið að fjölbreyttri dagskrá fyrir börnin, hvetjum við alla til að leggja sitt af mörkum og greiða skilvíslega gjald foreldrafélagsins sem innheimt er á haust og vorönn. Tökum öll þátt í að greiða þann kostnað, því öll börn leikskólans njóta þeirra dagskrár sem foreldrafélagið stendur fyrir. Stærsti einstaki kostnaðarliður foreldrafélagsins er að greiða fyrir rútur sem eru notaðar í sveitaferð og útskriftarferð á hverju vori og hefur sá kostnaðarliður hækkað verulega síðustu ár.
Markmið foreldrafélags Rauðaborgar er að stuðla að velferð barna með því að vinna
- að aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks.
- að aukinni samvinnu foreldra innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans.
- að standa að skemmtunum þar sem foreldrar og börn geta átt góða stund saman.
- að standa að fyrirlestrum og fræðslu fyrir foreldra um málefni barna.
- að því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við (sbr. 3.gr. Starfsreglan foreldrafélaga leikskóla).
Það sem foreldrafélagið greiðir m.a. fyrir er eftirfarandi:
- Jólaföndur
- Jólagjafir
- Jólasveina
- Leikrit (í leikskóla)
- Fyrirlestur fyrir foreldra
- Rútu fyrir sveitaferð og gjald til bónda
- Rútu fyrir ferð elstu barna til Þingvalla
- Sumargjöf
- Fjölskylduhátíð
- Framköllun mynda og cd diskar (Kveðjugjöf til barna sem hætta í leikskólanum)
- Möppur fyrir hópastarf elstu barna
-
Fréttir frá foreldrafélaginu