Leikskólarnir Blásalir, Heiðarborg og Rauðaborg ásamt Selásskóla fengu Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs sem afhent voru í Ráðhúsinu á Stóra leikskóladeginum. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla skóla- og frístundastarfi sem fram fer í Reykjavík.
Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi.
Verðlaunin eru rós í hnappagat starfsins sem þau hlýtur, þau eru viðurkenning fyrir vel unnin verk í þágu barna og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Verðlaunin voru veitt fyrir samstarfsverkefnið Heimahagar.